Um mig 

© 2019 Unnur María Pálmadóttir 

Allar myndir eru í einkaeigu

Forfallin fjallageit, með áhuga á allri útivist, ferðalögum og útiveru. Það er ósk mín að síðan geti veitt öðrum innblástur og gefið hugmyndir um fallega staði til útivistar. Ef þú ert með hugmynd eða spurningu endilega sendu mér línu. Mér þætti gaman að heyra frá þér!

unnurpalma@gmail.com

 

 

  • White Facebook Icon

Um síðuna

Ég heiti Unnur María Pálmadóttir.  

Ég er gift, á tvö börn og er algjör landkönnuður.

Ég stofnaði síðuna því ég hef lengi haft gaman af fjallgöngum, útivist og ljósmyndun. Því langaði mig að sameina áhugamálin mín og búa til síðu þar sem ég deili með ykkur hugmyndum að fallegum fjallgönguleiðum, földum perlum og áhugaverðum stöðum til útivistar. Ég vona að síðan geti gefið ykkur innblástur og skemmtilegar hugmyndir. Í náttúrunni eru fjölmargir fallegir staðir sem gaman er að nýta til útivistar og hreyfingar.

       Göngubakteríuna fékk ég fyrir um tíu árum þegar ég sá mynd frá vinkonu minni í brjáluðu veðri á leið upp á Eyjafjallajökul. Stormur og stórhríð. Hver labbar eiginlega í svoleiðis veðri hefði einhvern eflaust spurt sig. Ég var spennstust fyrir því hvar ég gæti skráð mig og hvenær ég gæti byrjað. Þetta varð því eiginlega kveikjan að því að ég fór að labba fjöll og upplifa náttúruna og útivist á nýjan hátt.

Ekki hika við að hafa samband

unnurpalma@gmail.com 

Bestu kveðjur

Unnur Pálma