Um mig 

© 2019 Unnur María Pálmadóttir 

Allar myndir eru í einkaeigu

Forfallin fjallageit, með áhuga á allri útivist, ferðalögum og útiveru. Það er ósk mín að síðan geti veitt öðrum innblástur og gefið hugmyndir um fallega staði til útivistar. Ef þú ert með hugmynd eða spurningu endilega sendu mér línu. Mér þætti gaman að heyra frá þér!

unnurpalma@gmail.com

 

 

  • White Facebook Icon
Útivist og hreyfing á ævintýralegum stöðum

Ég hef lengi haft mjög gaman af fjallgöngum, útivist og ljósmyndun. Því ákvað ég að sameina áhugamálin og búa til síðu þar sem ég deili með ykkur hugmyndum að fallegum fjallgönguleiðum, földum perlum og áhugaverðum stöðum til útivistar. Ég vona að síðan geti gefið ykkur innblástur og skemmtilegar hugmyndir. Í náttúrunni eru margir fallegir staðir sem gaman er að nýta til útivistar og hreyfingar.

DSC01390f.jpg

Vissir þú?

Köfun

 

...að hægt er að skrá sig  víða í vandaða köfunarskóla og ná sér þannig í alþjóðleg PADI réttindi. Hver er ekki til í að kafa með skjaldbökum og skoða furðulega fiska?

Fjallgöngur

 

...að gangan um Fimmvörðuháls er ein vinsælasta ganga á Íslandi. Leiðin er 24 km löng og liggur frá Skógarfossi yfir í Þórsmörk, þó einnig sé vinsælt að ganga hina leiðina og enda við Skógarfoss. Gangan hefst á 527 tröppum meðfram fossinum.

Hjólreiðar 

...að á Tenerife er að finna eina vinsælustu hjólaleiðum í heimi. Hún liggur frá Los Cristianos upp til Teide með hækkun um rúmlega 2000 metra, sem gerir hana að lengsta samfellda klifi í Evrópu.